
Fréttabréfskeppni
Skilyrði fyrir þátttöku
Með því að taka þátt í þessari keppni, þá samþykkur þú neðangreindar reglur og skilmála.
Verðlaunin er sigling fyrir 2 með Norrönu til Færeyja árið 2025 eða 2026.
Skráðu þig í fréttabréfið okkar og þú getur unnið:
Ferðin inniheldur
- Sigling með Norrönu frá Seyðisfirði til Tórshavn og til baka
- Klefi án glugga
- Fólksbíll <1,9m H & 5m L
Það kostar ekkert að taka þátt í keppninni.
Þátttaka
Til þess að taka þátt, þá þarf að fylla inn skráningarformið fyrir fréttabréfinu og senda upplýsingarnar. Einungis er hægt að taka þátt á uppgefnu tímabili. Skráningar eftir þann tíma eru ekki gildar í keppnina.
Þátttökukröfur fyrir keppnina
Þátttakandi þarf að vera orðin 18 ára að aldri. Þátttaka er ekki takmörkuð við viðskipti við fyrirtækið eða kaup á vörum eða þjónustu.
Tilkynning og afhending á verðlaunum
Vinningshafi verður tilkynntur í lok hvers ársfjórðungs og er dreginn handahófskennt út úr þeim fréttabréfsskráningum sem hafa verið gerðar á tímabilinu.
Vinningshafi fær tilkynningu í tölvupósti.
Verðlaunin eru einunigs afhent vinningshafa, ferðin getur ekki verið afhent til þriðja aðila. Ekki er hægt að skipta út verðlaununum, breyta í aðra vöru hjá Smyril Line eða í peningaupphæð.
Viðbótarkostnaður sem tengist því að sækja um vinninginn er á ábyrgð vinningshafans. Vinningshafinn ber ábyrgð á skattlagningu vinningsins.
Persónuvernd
Til að taka þátt í keppninni er nauðsynlegt að veita persónuupplýsingar. Þátttakandi ábyrgist að persónuupplýsingar sem hann/hún hefur gefið upp, einkum fornafn, eftirnafn og netfang séu sannar og réttar.
Skipuleggjandinn bendir á að allar persónuupplýsingar verða ekki afhentar þriðja aðila nema með samþykki þeirra, né verður þeim heimilt að nota þær.
Þátttakandi getur afturkallað yfirlýst samþykki sitt hvenær sem er. Afturköllun skal senda skriflega á netfangið [email protected]. Eftir afturköllun samþykkis er söfnuðum og geymdum persónuupplýsingum þátttakanda eytt þegar í stað.