
Almennir skilmálar
Bókun/staðfesting á samkomulagi
Lagalegar skyldur beggja aðila, viðskiptavinar og Smyril Line (SML) byrja þegar bókunarstaðfesting hefur verið gefin út. Þessir skilmálar gilda nema annað hafi verið tekið fram þegar samningur var gerður. Það sem útgefið hefur verið í SML gögnum, bæklingum og öðru markaðsettu efni sem tengist umræddum pakkaferðum, er talið partur af samkomulagi um pakkaferðir, nema eitthvað annað samkomulag hefur verið gert. Til að samkomulagi sé haldið þá þurfa allar séróskir viðskiptavinar að koma fram í samkomulaginu.
Bókun
Viðskiptavinir bera ábyrgð á því að reikningur og önnur ferðagögn sé í samræmi við bókunina. Viðskiptavinir bera ábyrgð á því að SML sé með rétt nafn farþega sem samsvarar við vegabréf þess einstaklings þegar bókun er gerð. Þeim ber einnig ábyrgð að upplýsa um símanúmer og tölvupóstfang, sem er virkt á meðan ferð stendur, til að hægt sé að ná í þá. Þegar bókun er gerð, þarf að upplýsa SML um farþega sem eru með hreyfihömlun eða þroskaskerðingu, sem þurfa á aukinni aðstoð að halda varðandi öryggisupplýsingar. Vinsamlegast skoðið reglur varðandi “Innritun”, þegar ferðast er með sérþarfir.
Ert þú að ferðast á rafmangsbíl?
Vegna öryggis um borð, þá er mikilvægt að þú látir Smyril Line vita, ef þú ert að ferðast á rafmangsbíl, þegar þú bókar ferðina þína.
Bókunargjald
Bókunargjald að upphæð 3.150 ISK gildir fyrir allar bókanir sem gerðar eru í gegnum skrifstofu okkar, þar með talið í gegnum síma, tölvupóst, spjall á heimasíðu eða í persónu. Ekkert bókunargjald er fyrir bókanir sem gerðar eru í gegnum bókunarsíðu okkar á netinu.
Ferðagögn
Allir gestir þurfa að hafa gild ferðagögn við höndina ef þeirra er óskað við innritun. Farþegar eru sjálfir ábyrgir fyrir öllum útgjöldum, ef til þess kemur að farþega sé hafnað aðgangi um borð vegna týndra ferðagagna. Öllum farþegum er bent á að hafa gild vegabréf, þar sem vegabréf eru einu skilríkin sem gild eru fyrir alþjóðaferðum. Þegar ferðast er til eða frá Schengen svæðinu, þá er krafist gilds vegabréfs. Ef að farþegi er ekki með ESB vegabréf, þá þarf að taka það fram við bókun.
Reglur varðandi börn
Allir farþegar undir 16 ára aldri þurfa að ferðast með fullorðnum eða forráðamanni. Farþegar á aldrinum 16 til 18 ára þurfa að sýna fram á skriflegt samþykki frá foreldri eða forráðamanni áður en siglt er með Norrönu.
Verð
Öll verð, með gjöldum og sköttum eru sett fram í íslenskum krónum (ISK). Fyrir allar bókanir sem varða bíla og mótorhjól, er hámarkshæð 1.90 metrar að meðaltöldum þeim farangri sem er ofan á bílnum, og er hámarkslengd 5.0 metrar, nema annað sé nefnt. Aukagjald er fyrir öll þau farartæki sem eru hærri eða lengri en þessi viðmið, auk tengivagna, hjólhýsa osfrv.
ETS skattur & Fuel EU Maritime
Gjaldinu verður bætt við verð ferðar fyrir hvern farþega. Gjaldið á við um allar ferðir og kemur fram á farmiðanum.
Íslenskur vegaskattur
Frá 1 júlí 2024, þurfa farþegar sem koma á rafmagns- eða plug in hybrid bílum á erlendum skráningarnúmerum til Íslands að borga gjald. Gjaldinu verður bætt við farmiðann. Lestu meira á skatturinn.is.
Pakkaferðir sem innihalda gistingu, skoðurnarferðir osfrv.
Verð á pakkaferðum, sem fela í sér hótelgistingu á landi, og eru gefin upp í verðum á mann, eru gild fyrir 2 fullorðna sem ferðast saman, nema annað sé tekið fram.
Gisting á hótelum eða gistiheimilum eru í tveggja manna herbergjum. Fyrir einstaklinga sem ferðast einir, þá er aukagjald fyrir einstaklingsherbergi. Öll verð á bakpokagistingu eru gild fyrir herbergjum með mörgum rúmum. Vinsamlegast athugið að það geta gilt mismunandi skilmálar fyrir svefnpokagistingu á áfangastöðum. Viðskiptavinur getur annaðhvort komið með rúmföt eða leigt þau.
Gisting í sumarhúsum í Færeyjum inniheldur hita og rafmagn, en ekki rúmföt og þrif við brottför. Hægt er að panta rúmföt fyrirfram. Þrif við brottför er skylda og leggst gjald ofan á verðið.
Á komudegi, er vanalegur innritunartími frá 14:00–16:00 og seinna. Útritunartími er venjulega ekki seinna en 11:00 á brottfarardegi.
Gisting á áfangastað kemur fram í upplýsingum og á bókunarstaðfestingu. SML veitir sér þann rétt að breyta gistingu og senda gesti á samskonar gististað eða gististað af hærri gæðum. SML veitir sér einnig þann rétt að beina farþegum á aðrar ferjur/skip af sömu eða hærri gæðum. Ferðaupplýsingar eru vanalega gefnar upp á dönsku og ensku.
Skoðunarferðir, máltíðir, drykkir, gisting í landi og önnur þjónusta eins og samgöngur eru ekki innifalin í verðinu nema annað sé tekið fram.
Verð fyrir börn (3 til 11 ára) fyrir samgöngur og (3 til 11 ára) fyrir pakkaferðir sem innihalda gistingu eru byggð á að börnin gisti í sinni eigin koju eða í aukarúmi í klefa með foreldrum. Börn (0-2 ára) ferðast án gjalds, með þeim forsendum að þau gisti ekki í eigin koju eða rúmi. Aukakoja/rúm er hægt að leigja á sama verði og fyrir börn (3 til 11 ára) fyrir samgöngur eða pakkaferðir sem innihalda gistingu. Einungis er hægt að leigja eitt aukarúm á hvert tveggja manna herbergi. Einungis er hægt að panta tvö aukarúm á sérstökum hótelum og einungis eftir beiðni. Aukarúm getur verið sófi eða aukadýna osfrv.
Greiðsla
Greiðsluskilmálar
- Fyrir bókanir sem gerðar eru meira en 30 daga fyrir brottför, skal greiða 25% af heildarverði, samt sem áður að lágmarki 126.000 ISK, þegar bókun er gerð. Eftirstöðvar skal greiða ekki seinna en 30 daga fyrir brottför.
- Fyrir bókanir sem gerðar eru minna en 30 dögum fyrir brottför, skal greiða heildarupphæð ferðar við bókun.
- Varðandi bókanir sem eru að upphæð 126.000 ISK eða lægri, skal heildarupphæð greidd þegar bókun er gerð.
Dagsetning á greiðslu fyrir bókun er breytileg. Ef viðskiptavinur fylgir ekki þessum skilmálum, þá hefur SML þann rétt að afbóka bókunina og halda eftir þeim gjöldum sem eru í samræmi við afbókunarskilmála.
Sérstakir bókunarskilmálar eru fyrir hópa.
SML áskilur sér þann rétt að hækka verð fyrir pakkaferðir, áður en til samnings hefur komið við viðskiptavin, ef breytingar verða á kostnaði við samgöngur, eldsneyti, skatta og gengisverð sem notuð eru til útreikninga á verðunum.
Bankamillifærsla
Þegar millifærsla er gerð í gegnum banka þá þarf að setja bókunarnúmer í athugasemdir og senda kvittun á [email protected].
Landsbankinn, Austurstræti 11, 101 Reykjavík
Reikningsnúmer: 0133-26-200735
Kennitala: 711014-0980
IBAN: IS28 0133 2620 0735 7110 1409 80
SWIFT: NBIIISRE
Breytingar á bókun eftir staðfestingu
Breyting á brottför felur í sér breytingargjald til viðbótar við allar breytingar á verði:
- Breytingar meira en 30 dögum fyrir brottför: 4.200 ISK
- Breytingar 30-15 dögum fyrir brottför: 8.400 ISK
- Breytingar 14-8 dögum fyrir brottför: 16.800 ISK
- Breytingar 7-0 dögum fyrir brottför: 25.200 ISK
Vinsamlegast athugið að heildarbreytingargjald fyrir ferð þína er samanlagt breytingargjald fyrir alla ferðaleggi sem þú breytir. Greiða þarf breytingargjald til SML þegar breyting er gerð.
SML felur sér þann rétt að hækka verð eftir að bókun hefur verið gerð vegna breytinga á kostnaði vegna samgangna, olíu, skatta, gjalda og aukaþjónustu, gengisbreytinga ofl.
Afbókunarskilmálar
Afbókun felur í sér afbókunargjald sem er prósenta af heildarverði ferðar, sem ræðst af hvenær afbókun er gerð:
- Afbókun meira en 30 dögum fyrir brottför: 10%
- Afbókun 30-15 dögum fyrir brottför: 50%
- Afbókun 14-8 dögum fyrir brottför: 75%
- Afbókun 7-0 dögum fyrir brottför: 100%
Afbókunargjöld geta hækkað ef hótel krefjast hærri afbókunargjalda.
Sérstakir afbókunarskilmálar gilda fyrir hópa.
Breytingar/afbókanir hjá SML fyrir brottför
Farþegar hafa þann rétt á að fá upplýsingar um breytingu á komutíma og brottfarartíma Norrönu. Upplýsingar um brottför og komu má finna á smyrilline.is og í síma +354 4702803. Ef pakkaferð er afbókuð af SML fyrir brottför eða getur ekki verið uppfyllt eins og samið var um, þarf að upplýsa viðskiptavin sem fyrst. Jafnframt gildir þetta ekki þegar kemur að minniháttar breytingum. Á sama tíma og breytingar/afbókanir eru tilkynntar, ber SML að upplýsa viðskiptavininn um rétt hans til að leggja fram kvörtun. Viðskiptavinur hefur þann rétt að rifta eða að fá einhvern hluta ferðar endurgreiddan, sem greiddur hefur verið skv. skilmálum, eða fá að taka þátt í annarri pakkaferð af hans vali, ef SML getur boðið það án mikils kostnaðar eða taps. Viðskiptavinur verður að láta SML vita innan viðunandi tíma eftir að hann hefur verið upplýstur um breytingarnar.
Ef viðskiptavinur ákveður að taka þátt í pakkaferð sem ber meiri kostnað en sú sem var upprunalega bókuð, þá þarf viðskiptavinur að borga kostnaðinn sem verður á milli. Ef pakkaferðin hefur lægri kostnað en upprunalega ferðin þá ber SML að borga viðskiptavininum mismuninn.
Ábyrgð og undanskilin ábyrgð SML varðandi breytingar: Ef viðskiptavinur verður fyrir tapi vegna breytinga hjá SML eða vegna afbókunar á pakkaferð, hefur viðskiptavinurinn þann rétt að krefjast endurgreiðslu í samræmi við almenna skilmála varðandi endurgreiðslu, að undanskyldu því að afbókunin sé vegna dræmrar þátttöku sem áður hefur verið nefnd í samkomulaginu. Það felur í sér að ákveðin prósenta farþega hefur ekki náðst og að SML hefur upplýst þá viðskiptavini um breytinguna ekki seinna en 14 dögum fyrir brottför (fyrir styttri skoðunarferðir/rútuferðir getur styttri upplýsingatími verið í gildi). Einnig að missir sé vegna þriðja aðila eða ytri aðstæðna sem tengjast ekki pakkaferð og að SML eða einhver sem SML er ábyrgur fyrir, gæti ekki hafa séð fyrir þessar kringumstæður í tenglsum við pakkaferð með því að leggja varkærni þegar samningur var gerður, eða hefði getað komið í veg fyrir það. Þar má nefna force majure eða aðrar kringumstæður sem líkjast til force majure. SML fellur ekki undir þá reglu um þá ábyrgð sem liggur hjá skipum, hótelum og öðrum birgjum. SML ber ekki ábyrgð á skemmdum á hlutum þriðja aðila, eða týndum, stolnum og eyðilögðum farangri eða farartækjum. Fyrir ferðina gilda SML ferðareglur. Vitnað er í tímatöfluna.
Kvartanir og takmörkun á ábyrgð: Ef að viðskiptavinur finnur misræmi í uppgefnum upplýsingum á meðan á ferð stendur eða varðandi áfangastað, verður hann/hún að tilkynna það til SML eða þess þjónustaðila sem bókað var hjá, til að láta vita af misræminu. Misræmi á sér stað ef farþegi fær ekki þá þjónustu sem samkvæmt bæklingum, auglýsingum og sérstökum samningum við SML, sem kemur fram á bókunarstaðfestingu viðskiptavinarins, eða að frammistaða sé af verri gæðum heldur en samið var um eða staðfest. Ef SML vill bæta upp fyrir slæma upplifun, þá getur viðskiptavinur ekki beðið um bætur eða rift samningnum. Ef það sem SML bætir upp veldur því kostnaði eða ókostum, getur verið að viðskiptavini sé frekar bent á að fá afslátt af gjaldinu eða afbóka. Beiðnir um endurgjald verða að koma til SML eða millilið innan viðunandi tíma eftir að ferð hefur endað. Á sama tíma takmarkar SML ábyrgð sína vegna breytinga eða skemmda sem er tilkomin vegna alþjóðasáttmála um þjónustuaðila, sem eru ábyrgir fyrir öðrum hlutum pakkaferðarinnar.
- Fyrir flugferðir: Varsjá sáttmálinn
- Fyrir sjóferðir: Aþenu sáttmálinn
- Fyrir lestarferðir: Sáttmáli um alþjóðlega lestarflutninga
Bókanir í gegnum þriðja aðila
Fyrir landflutninga í tengslum við pakkaferðir sem bókaðar eru í gegnum aðra aðila en Smyril Line, þá geta aðrir skilmálar gilt hjá þeim fyrirtækjum varðandi þessar ferðir. Þeir skilmálar taka gildi þegar pakkaferð er bókuð. Sérstaklega er átt við um reglur sem gilda um innritunartíma, gæludýr og geta þær reglur verið mismunandi hjá fyrirtækjum.
Ferðatímar
Allir siglingartímar eru staðartímar og breytilegir vegna veðurs. SML veitir sér þann rétt að breyta siglingaráætlun. Viðskiptavinum ber að halda sér upplýstum varðandi brottfarartíma og mögulegar breytingar á heimasíðu SML smyrilline.is eða í síma +354 4702803.
Innritun
Innritunartíma má finna hér.
Viðskiptavinir með sérstakar þarfir eru beðnir um að mæta 2 klukkustundum fyrir áætlaða brottför. Vinsamlegast tilkynnið allar sérþarfir til starfsmanna við innritun til að hægt sé að veita þeim viðskiptavinum þá aðstoð sem þeir þurfa. Vinsamlegast athugið að brottfarartími er sá tími og dagsetning sem tekin er fram á miðanum. SML veitir sér þann rétt að aflýsa ferðum fyrir þá aðila sem ekki hafa mætt í innritun á tilteknum tíma. SML veitir sér þann rétt að leggjast frá höfn þegar innritun hefur verið lokað. Ekki er hægt að fara á bílþilfarið á meðan á siglingu stendur.
Viðskiptavinur þarf að hafa í huga að biðtími getur orðið í innritun, þegar keyrt er um borð og frá borði, og að viðskiptavinur getur ekki vænst þess að vera komin í land á komutíma skipsins.
Sérþarfir
Viðskiptavinir með sérþarfir eru vinsamlegast beðnir um að mæta 2 klukkustundum fyrir áætlaða brottför. Vinsamlegast látið vita við innritun um allar sérþarfir, til að hægt sé að veita góða þjónustu (t.d. að leggja bílnum nálægt lyftu, aðstoð við að komast til og frá klefa hönnuðum fyrir fólk með sérstakar þarfir osfrv.) Á meðan SML gerir sitt besta, til að koma til móts við þarfir viðskiptavinarins, þá getur verið að bið verði þegar kemur að komu og brottför.
Viðskiptavinur mætir ekki (no-show)
Skylda viðskiptavinar – mætir ekki í brottför – notar ekki þjónustuna: Ef viðskiptavinur hefur ekki afbókað pakkaferð, og/eða að hann mætir ekki á áætlaðan mætingarstað né á áætluðum mætingartíma, fyrir brottför eða heimkomu, eða ef viðskiptavinur er ekki með öll ferðagögn, t.d. gilt vegabréf, visa áritun, gildar bólusetningar ofl., þá getur SML rukkað viðskiptavin um fullt verð á þeirri þjónustu sem hann keypti. Þetta gildir einnig ef viðskiptavinur er rekin frá borði vegna ítrekaðra brota á reglum Norrönu, hótelsins osfrv. Ef viðskiptavinur mætir ekki á tiltekin mætingarstað eða nýtir sér ekki aðra fyrirfram bókaða þjónustu sem er innifalin í pakkaferð, þá getur hann ekki beðið um endurgreiðslu á þeirri þjónustu. Viðskiptavinur þarf að halda sér upplýstum um brottfarartíma og heimkomu, ef hann hefur bókað fleiri en eina brottför, eða hefur af einhverjum ástæðum slitið sig frá þeim ferðahóp sem hann hefur ferðast með. Jafnframt þarf viðskiptavinur að fylgja öllum þeim reglum sem varða staðfestingar á flugleiðum sem eru innifaldar í einstaklingsferðum og pakkaferðum, sem ekki eru með hópstjóra. Láti viðskiptavinur ekki vita af þessum upplýsingum getur flugfélagið sett þessi sæti í sölu. Frekari upplýsingar má finna í lögum um pakkaferðir og samtengdar ferðatilhaganir 2018 nr. 95.
Brottför úr klefa
Klefar eru tilbúnir fyrir gesti allt að 2 klukkutímum fyrir brottför. Sá tími sem viðskiptavin ber að yfirgefa klefa getur breyst og er tilkynntur um borð í Norrönu.
Öryggisreglur
Til að tryggja öryggi þá getur farangur og farartæki verið skoðuð áður en komið er um borð. Ef að viðskiptavinur neitar að leitað sé í farangri eða farartæki hans, þá getur honum verið neitað um inngöngu um borð í Norrönu, án þess að fá endurgreitt. Farangur sem getur valdið ónæði eða haft áhrif á öryggi, farþega eða vörur, má ekki koma um borð. Viðtakandi skal miðað við aðstæður, án þess að fá bætur, fara með farangurinn í land, afhenda hann eða eyða honum, ef komið er með hann um borð án vitundar og skriflegs samþykkis. Viðskiptavini er óheimilt að koma með um borð farangur, sem getur valdið öryggisbresti undir alþjóðalögum um öryggi skipa og hafna. Ef að brot á ofangreindu efni varðar hömlur á brottför skips og starfsemi þess eða sekt að einhverjum toga, á skipið eða eigendur þess, þá ber viðskiptavinur ábyrgð á útgjöldum og þeim kostnaði sem kemur vegna þessa atviks, en einnig ef um tekjutap er að ræða fyrir fyrirtækið. Viðskiptavin ber að kynna sér allar reglur og lög sem snúa að flutningi hættulegra vara og farangurs.
Reykingar
Reikningar eru einungis leyfðar í reykingarrýminu Hjallurinn á 9. þilfari. Þessar reglur varða bæði farþega og starfsfólk. Bannað er að reykja í klefunum og varða brot á þessum reglum sekt allt upp að 203 EUR.
Fraktflutningar
Faratæki, sem send eru án bílstjóra eða skráningarnúmers auk farartækja sem áætluð eru til varanlegs innflutnings, þarf að bóka sem fraktflutning. Nánari upplýsingar má finna hér.
Varðandi flutning til Íslands, Færeyja eða Danmerkur þá bendum við á Smyril Line Cargo: Sími +354 4702800 eða [email protected].
Reglur varðandi innflutning á plöntum og plöntuafurðum
Reglur um innflutning á plöntum og plöntuafurðum frá löndum utan ESB kveða á um að óheimilt sé að flytja inn plöntur, fræ, ávexti og aðrar plöntuafurðir frá ferðum í löndum utan ESB, án þess að þeim fylgi heilbrigðisvottorð fyrir plöntur. Lesa meira
Liability Provisions
1. Applicable Law and Governing Liability Provisions
1.1 This contract is governed by Faroese law.
1.2 The provisions of the Faroese Merchant Shipping Act currently in force shall be deemed to be incorporated into this contract.
1.3 Where international conventions or local law applies to the carriage of passengers and their luggage by mandatory provisions, such provision shall be applied.
1.4 The carrier shall be exempted from any liability in respect of injury to passengers before embarkation and after disembarkation. The exemption also applies to luggage before being brought aboard or after having been brought ashore. The exemption further applies to a voyage including other modes of transport and/or stays and arrangements ashore.
1.5 The carrier shall be exempted from any liability for loss of or damage to money, securities and other valuables, such as gold, silver, watches, jewels, jewellery and objects of art and live animals.
1.6 Per the Faroese Merchant Shipping Act currently in force any claim against the carrier is subject to a two-year time bar counting from the date of disembarkation.
2. Vehicles
Driving vehicles onboard and ashore is done at the risk of the passenger and without any liability on the part of the carrier. The passenger has the responsibility to ensure that the brakes of his vehicle are duly applied during the entire carriage. The carrier is entitled at his own option and without previous notice to carry vehicles on deck.
Trucks, coaches and similar vehicles are considered as ordinary cargo and are carried according to the provisions of the Faroese Merchant Shipping Act for ordinary cargo.
Driving vehicles on board as well as ashore is solely at the passengers own risk and without any liability of any kind for Pf Smyril Line. It is up to the traveller himself/herself to make sure that the brakes of the vehicles are properly applied during the voyage.
In accordance with EU-regulation no 392/2009 for liability of carriers of passengers by sea implementing the Athens Convention as per article 8 of the latter for the liability of the carrier for any damage as caused to a vehicle an own risk for the passenger of SDR 330 (equivalent around EURO 400) will apply and such sum (SDR 330) will be deducted from the loss of damage.
3. Exemptions for Servants of the Carrier and Others
All provisions which may limit or exclude the liability of the carrier may be applied by any servant, agent or sub contractor of the carrier, the vessel, its owners or operators.
4. Limitations and Deductions (Own Risk)
4.1 According to the Faroese Merchant Shipping Act § 192 and § 193 currently in force the following limitations will apply:
1,300 SDR per passenger for hand luggage
5,000 SDR for valuables
8,000 SDR per vehicle
2,000 SDR per passenger for other form of luggage
The liability of the carrier during carriage at sea does not exceed SDR 100.000,- for each injured passenger. The liability for delays in the carriage of passengers cannot exceed SDR 2.000,-.
4.2 It is especially agreed that of any loss, damage or expense for which the carrier is responsible the passenger himself shall bear the following sums which are to be deducted from the amount payable by way of damages:
- 150 SDR per vehicle in the case of damage of the vehicle
- 20 SDR per passenger in the case of loss or damage to other luggage
- 20 SDR per passenger in case of delay
4.3 By SDR shall be understood the Special Drawing Rights (SDR) used by the International Monetary Fund. The conversion of SDR to other currencies should be made according to the rate of exchange on the date of payment.
5. Scope of Contract and Carrier’s Liberties
5.1 The carrier does not undertake that the advertised time of arrival and departure will be adhered to. Where necessary the carrier reserves the right to perform the carriage with a substitute vessel and/or to deviate from the advertised route.
5.2 The carrier shall be at liberty to comply with any orders or recommendations given by any government body of any nation and by any party having the right to give such orders or recommendations, whether by contract or otherwise, and compliance with such orders or recommendations shall not be deemed to be a deviation or breach of this contract.
6. Dangerous Luggage/Security
6.1 Luggage which might cause considerable inconvenience to or endanger the safety of the vessel, human beings or goods must not be brought aboard. The carrier shall with regard to the circumstances, without any obligation to indemnify the passenger, be entitled to bring the luggage ashore, to render it harmless or to destroy it, if brought aboard without the carrier’s knowledge and consent.
6.2 The passenger must not bring onboard any luggage or article which may be considered a safety hazard under the International Ship and Port Security Code.
6.3 If the violation of the above provisions causes the vessel to be detained, restricted in operation or the imposing of a fine upon the carrier, the vessel or its owners the passenger is to indemnify the carrier for any and all costs and expenses caused thereby including but not limited to the loss of revenue.
6.4 The traveller must observe all regulations in laws and international conventions, which concern transport of dangerous goods/luggage.
7. Venue (Jurisdiction)
Any action against the carrier or any servant or agent of his shall at the option of the plaintiff be brought before:
- The court at the place where the defendant has his residence or his head office.
- The court at the place of embarkation or place of disembarkation according to the contract of carriage.