
Breyting á siglingaráætlun Norrönu
Fréttatilkynning 26. mars 2024
Síðustu ár hefur Norröna siglt frá Færeyjum á fimmtudagskvöldum og frá Hirsthals síðdegis á laugardögum, en í nóvember 2024 mun siglingaráætlunin breytast.
Frá 7. nóvember 2024 verður vetraráætlun eftirfarandi:
- Brottför frá Seyðisfirði á fimmtudagskvöldum kl: 20:00
- Koma til Tórshavn á föstudögum kl: 16:00 og brottför kl: 20:00.
- Koma til Hirsthals á sunnnudögum kl: 11:00 og brottför kl: 15:00.
- Koma til Tórshavn á þriðjudagsmorgnum kl: 07:30 og brottför kl: 13:00
- Koma til Seyðisfjarðar á miðvikudagsmorgnum kl: 09:00
Frá lok nóvember til miðjan mars er engin sigling til Íslands, en þegar Norröna hefur aftur siglingar til Íslands í mars verður brottför frá Seyðisfirði til Tórshavn á fimmtudagskvöldum og frá Tórshavn til Seyðisfjarðar á þriðjudögum.
Í júní hefst sumaráætlun og verður hún sú sama og undarfarin ár. Norröna mun sigla tvisvar í viku milli Danmerkur og Færeyja og einu sinni í viku til Íslands yfir sumartímann.